Bert er ástfanginn af nýrri stelpu. Hún heitir Denise og spilar í stórri hljómsveit. Þar er allt í lagi, því Bert spilar líka í hljómsveit. Bert hittir Hamingjuspámanninn, sem ráðleggur honum að ,,nálgast Denise á því sviði þar sem hún er". Það svið er leiksvið og Bert neyðist til að skrá sig í leiklistarhópinn, en hvað gerir maður ekki fyrir ástina?