Höfundar: Sören Olsson, Anders Jacobsson

Rokkstjörnur verða umfram allt að vera kúl á sviðinu og gefa flottar eiginhandaráritanir. Það vita Bert og vinir hans vel og æfa sig stíft! Enda ætla þeir sér að verða heimsfrægir. Þegar þeir frétta að útvarpsstöð ætli að senda út þátt beint frá skólanum þeirra fá þeir tækifæri lífs síns – eða hvað?

Dagbókarskrif Berts hafa skemmt mörgum kynslóðum barna og unglinga. Bert og Heman Hunters er stórskemmtileg bók sem fjallar um hljómsveitina sem Bert og vinir hans eru í.

Jón Daníelsson þýddi.