Höfundar: Sören Olsson, Anders Jacobsson

Vandamál: Bert fær óvænta heimsókn og neyðist til að flytja inn í klæðaskápinn með tölvuna sína og sofa þar á litlum ferðabedda. 
Ástæða: Foreldrarnir hafa leigt herbergið hans. Leigjandinn er rússnesk stelpa. Hún heitir Darja og er snillingur í fimleikum. 
Gagnsókn: Afhjúpa grunsamlegan tilgang Dörju með Svíþjóðarheimsókninni þannig að Öryggislögreglan geti komið henni úr landi og - umfram allt úr herbergi Berts. 
Galli: Darja reynist erfið viðfangs. Hún er til dæmis miklu sætari en ætti að vera löglegt, þegar innrásarhermaður á í hlut.
Með hjálp góðra vina, eldri ættingja og síns eigin rússneska uppruna, tekst Bert á við vandamálin ...