Höfundur: Sigrún Eldjárn

Sólskinsdag einn lendir bleikur geimbátur í garðinum hjá Áka og systkinum hans. Út úr honum stígur tvíhöfða furðuvera sem segist heita Bétveir. Veran er forvitin um lífið á jörðinni, einkum þó um fyrirbæri sem hún hefur séð utan úr geimnum og veit ekki til hvers er notað.

Bétveir dvelur heilan dag með systkinunum; kemst í kynni við konu sem skrifar stundum sögur, kakóið hans afa og ullarsokkana hennar ömmu. Síðast en ekki síst fær hann að vita allt um dularfulla fyrirbærið og það veldur honum alls engum vonbrigðum!

Bétveir kom fyrst út 1986 og átti þátt í því að gera Sigrúnu Eldjárn að eftirlætisrithöfundi fjölmargra íslenskra barna. Hér er þessi ærslafulla saga loksins endurútgefin með spánnýjum myndum eftir höfundinn.