Höfundur: Tom Egeland

Dularfullt handrit – banvæn ráðgáta
Tvö óhugnanleg morð og múmíufundur verða til þess að fornleifafræðingurinn Björn Beltö hefur leit að sögunni á bak við undarlegt, ævafornt handrit. Fyrr en varir er hann á áköfum flótta undan sértrúarhópi og flækist smám saman inn í heim fornra texta um tilvist hins illa: frásagnir af föllnum englum, árum og djöflum.

Falinn boðskapur í Biblíunni
RÓM Á ÍTALÍU, 1970: Handrit sem finnst í helli í Egyptalandi breytir kyrrlátu lífi guðfræðiprófessorsins Giovannis Nobile í martröð. Ungri dóttur hans er rænt – og Nobile stendur fyrirvaralaust augliti til auglitis við illsku og ofsatrú.

Ógnvænlegir spádómar um dómsdag
AL-HILLA Í ÍRAK, 2009: Í fornum rústum hins sögufræga Babelsturns gerir Björn Beltö ótrúlega uppgötvun. Uppgötvun sem snýr á hvolf hugmyndum okkar um Guð og Satan, himnaríki og helvíti.

Leyndardómurinn um hið illa
Um hvað snúast þessir dularfullu textar og ráðgátan sem menn eru enn tilbúnir að deyja og drepa fyrir?

Ævaforn leyndardómur í æsispennandi og hrollvekjandi sögu. Boðskapur Lúsífers er fjórða spennusaga Norðmannsins Toms Egeland sem kemur út á íslensku. Kristín R. Thorlacius þýddi.