Höfundur: Kim M. Kimselius

Þriðja bókin um ævintýri Ramónu og Theós sem kemur út á íslensku. 
Nú eru Ramóna og Theó á ferðalagi í Egyptalandi. Þau eru stödd í 
grafhvelfingu eins hinna fornu faraóa. Ramóna leggur hendurnar yfir tvö myndleturstákn og fer með forna þulu og á næsta augnabliki uppgötvar Theó 
sér til undrunar að hún er horfin. Þar með upphefst mikið og spennandi ævintýri.