Höfundur: Brynjar Snær Þrastarson


Boston Reykjavík er bók sem inniheldur portrait af fólki sem hefur komið á barinn Boston frá tímabilinu 2009-2013. Brynjar Snær Þrastarson er ljósmyndari bókarinnar og einkennast myndirnar í bókinni að hann myndar augnablikið þegar fólkið er ekki að fylgjast með  myndavélinni. Myndast þannig ákveðið flæði og stíll sem nær augnablikinu vel. Brynjar Snær var búin að koma sér fyrir sem húsgagn inn á Boston sem gerði það að verkum að fólk var hætt að fylgjast með honum að taka myndir.
Formála bókarinnar skrifa Haraldur Jónsson myndlistarmaður og John Grant tónlistarmaður.