Breiðavíkurdrengirnir

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 820 kr.
spinner

Breiðavíkurdrengirnir

820 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 820 kr.
spinner

Um bókina

Til Breiðavíkur voru sendir drengir sem ratað höfðu út af beinu brautinni eða bjuggu við erfið skilyrði – vistin átti að beina þeim á rétta braut en raunin varð þó sú að flestir komu frá Breiðavík brotnir menn – margir áttu sér aldrei viðreisnar von.
Sannleikurinn um drengjaheimilið skók íslenskt samfélag fyrir skemmstu eftir að hafa verið opinbert leyndarmál í áratugi. Páll Rúnar Elíson var tíu ára þegar hann var sendur ásamt bróður sínum vestur á Breiðavík og þar dvaldi hann um þriggja og hálfs árs skeið. Á meðan á dvölinni stóð sætti hann margs konar ógnum, vinnuþrælkun, barsmíðum og kynferðislegri misnotkun. Um leið var hann sviptur skipulegri skólagöngu og eðlilegum samvistum við foreldra og fjölskyldu.
Breiðavíkurdrengur er einstök lýsing á hræðilegum misgjörðum gegn þeim drengjum sem sendir voru á vistheimilið. Frásögn Páls er einlæg og sannfærandi og ekkert er dregið undan. Saga hans á því eflaust eftir að vekja miklar umræður og umtal. Bárður R. Jónsson, félagi Páls frá Breiðavík, skráði ásamt honum.
[domar]

Sláandi frásögn af hræðilegum misgjörðum í garð saklausra barna um miðbik síðustu aldar.
Nýtt líf
… vel skrifuð og einlæg bók sem segir blákaldan sannleikann á hnitmiðaðan hátt. Við lestur hennar fannst mér ég loksins ná því sem gerðist raunverulega í Breiðavík, eitthvað sem sjónvarpsviðtöl gefa aðeins innsýn í.
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
,,Höfundarnir Páll Rúnar
og Bárður Ragnar Jónsson, vinur Páls sem dvaldi einnig í Breiðavík, segja þessa
sögu á yfirvegaðan hátt. Textinn er fágaður og án alls skrauts-
aðeins blákaldar sögur sem hafa verið sagðar og endursagðar í huga
þeirra og nú hafa þeir miðlað atburðum tíl annarra í
hnitmiðaðri frásögn
… Bókin
Breiðavíkurdrengur á brýnt erindi við samtímann
.“
Gunnar
Hersveinn / Morgunblaðið
,,Fyrir að takast á hendur ritun þessara endurminninga á Páll Elíson hrós skilið.
Kolbeinn Þorsteinsson / DV
,,… áhrifamikil bók.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan/ RÚV
[domar]

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning