Brick Lane

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2008 990 kr.
spinner

Brick Lane

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2008 990 kr.
spinner

Um bókina

Þegar faðir Nazneen ákveður að gifta hana manni sem er tuttugu árum eldri en hún umturnast líf hennar. Hún yfirgefur þorpið sitt í Bangladess og flyst ásamt eiginmanninum í blokkaríbúð í austurhluta Lundúna. Í þessum nýja heimi þar sem fátæklingar geta verið feitir og hundar farið í megrun glímir hún við eigin tilvist ásamt skyldum sínum gagnvart eiginmanninum, manni með uppblásnar hugmyndir (og maga) sem sárlega reynir á þolrif hennar og undirgefni.

En Nazneen gefur sig hlýðin á vald örlaganna og helgar sig því að koma upp fjölskyldu og kveða niður djöfla ófullnægðra hvata, eða þangað til hún kynnist ungum róttæklingi sem breytir sýn hennar töluvert.

Í skugga vaxandi kynþáttaátaka og árekstra milli götugengja hefja þau ástarsamband sem þvingar Nanzeen til þess að taka loksins stjórn á eigin lífi …

Tilnefnd til Booker-verðlaunanna.

Bókin kom út á íslensku árið 2008 í þýðingu Þórs Tryggvasonar á vegum .

„Bók sem kemur manni á óvart með dýpt sinni og fágun. Þetta er skáldsaga sem mun lifa.“
Guardian

„Upplífgandi og mikilvæg.“
Daily Telegraph


Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning