Þú ert hér://Brick Lane

Brick Lane

Höfundar: Handtöskuserían, Monica Ali

Þegar faðir Nazneen ákveður að gifta hana manni sem er tuttugu árum eldri en hún umturnast líf hennar. Hún yfirgefur þorpið sitt í Bangladess og flyst ásamt eiginmanninum í blokkaríbúð í austurhluta Lundúna. Í þessum nýja heimi þar sem fátæklingar geta verið feitir og hundar farið í megrun glímir hún við eigin tilvist ásamt skyldum sínum gagnvart eiginmanninum, manni með uppblásnar hugmyndir (og maga) sem sárlega reynir á þolrif hennar og undirgefni.

En Nazneen gefur sig hlýðin á vald örlaganna og helgar sig því að koma upp fjölskyldu og kveða niður djöfla ófullnægðra hvata, eða þangað til hún kynnist ungum róttæklingi sem breytir sýn hennar töluvert.

Í skugga vaxandi kynþáttaátaka og árekstra milli götugengja hefja þau ástarsamband sem þvingar Nanzeen til þess að taka loksins stjórn á eigin lífi ...

Tilnefnd til Booker-verðlaunanna.

Bókin kom út á íslensku árið 2008 í þýðingu Þórs Tryggvasonar á vegum .

„Bók sem kemur manni á óvart með dýpt sinni og fágun. Þetta er skáldsaga sem mun lifa.“
Guardian

„Upplífgandi og mikilvæg.“
Daily Telegraph


Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja-2008 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /