Þú ert hér://Brot af staðreynd

Brot af staðreynd

Höfundur: Jónas Þorbjarnarson

Brot af staðreynd er níunda ljóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar. Hann gekk frá henni til útgáfu skömmu áður en hann lést síðastliðið sumar (2012), einungis 52 ára að aldri.

Í fyrstu bók Jónasar kynntust lesendur þroskuðu skáldi sem hafði greinilega þegar haft drjúg kynni af heimi nútímaljóðlistar; lifað þar, skynjað og hugsað. Hann hélt tryggð við þennan tjáningarmáta. Þótt hann væri sískrifandi og setti heilmikinn prósa á blað var ljóðið sá miðill sem hann deildi með öðrum. Hann mótaði smám saman sinn eigin ljóðaheim og þar má rekja slóðir hans og grennslast fyrir um kennileiti, áningarstaði og stefnumót.  (Úr eftirmála Ástráðs Eysteinssonar)

Verð 2.685 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 67 2012 Verð 2.685 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

2 umsagnir um Brot af staðreynd

  1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

    „Jónas er tilgerðarlítið skáld, hann er hins vegar afar næmur á myndir og stíllinn er bæði fallegur og markviss. Ljóðin eru óbundin en tilfinning skapast þó aldrei fyrir því að verið sé að miðla beinum prósa með línuskilum á tilraunakenndum stöðum, eins og stundum vill vera. Þess í stað blandast næmni og einlægni mjög úthugsaðri ljóðaformgerð og frjóum þematískum tengslum milli ljóða, merkingarneti sem einnig er skapað með tungumálinu sjálfu, hugtök og orð eru endurtekin og verða að mótífum sem skapa áhrifaríka heildarmynd. Rauði þráðurinn í verkinu má svo segja að sé ævintýri, ekki síst ástarævintýri og eftirminnilegar upplifanir, sem og dauðinn.“
    Björn Þór Vilhjálmsson / Víðsjá

  2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

    „Það má með sanni segja að Jónas hafi sest að „veisluborði eigin lífs“ … þar sem hann fer í þessari bók fram og aftur um ævi sína og safnar minningum. Mörg ljóðanna bera með sér að skáldið hafi verið meðvitað um að endalokin nálguðust, en engu að síður er húmor eitt af megineinkennum þeirra. Þetta ber vitni þroskaðri afstöðu til lífs og dauða og þess sér víða stað í ljóðunum.“
    Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund