Kári Tulinius er einn stofnandi seríunnar Meðgönguljóða. Fyrsta bók hans, Píslavottar án hæfileika, kom út árið 2010 hjá JPV útgáfu. Brot hætt frum eind er hans fyrsta sjálfstæða ljóðabók.

„Ljóð Kára eru orð sem hann setur fram nánast eins og Lego-kubba. [...] Í ljóðum bókarinnar er svo tekið til við að brjóta upp þessar eindir, brot eindir birtast, með öðrum orðum: tungumálið."
- Jórunn Sigurðardóttir um ljóðabókina í þættinum Orð um bækur