Höfundur: Ian McEwan

Brúðkaupsnóttin gerist á sumardegi í júní árið 1962, brúðkaupsdegi Edwards og Florence sem sitja inni á hótelherbergi yfir hátíðarkvöldverði. Út um gluggann blasir hafið við og hin fagra Chesilströnd. En hvorki útsýnið né annað getur leitt huga þeirra frá því sem framundan er:brúðkaupsnóttin. BRÚÐKAUPSNÓTTIN er saga um hvernig gjörvöll tilvera manna getur umturnast við eitt atvik,eina snertingu, eitt orð sem var sagt eða ekki sagt.