Höfundar: Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ósk Ólafsdóttir

Þegar ímyndunaraflið fær að leika lausum hala getur allt gerst!

Blær og Busla fara út í búð að kaupa mjólk í afmæliskaffið. Á vegi þeirra verða snarbrött fjöll og flókið völundarhús, frumskógardýr, bergrisar og aðrar furðuverur.

Hversdagsleg búðarferð endar sem æsispennandi ævintýri í þessari gullfallegu og bráðskemmtilegu bók.