Hér gefur höfundurinn, Rita Emmet, okkur bráðsnjöll ráð um það hvernig „kála“ má draslinu og segir stórskemmtilegar dæmisögur sem koma okkur á sporið. Þegar mesta draslið er horfið verður leikur einn að finna pláss fyrir það sem eftir er, lífið verður einfaldara og auðvelt að einbeita sér að því sem skiptir máli. Það er stórkostlegt að finna að maður hafi stjórn á eigum sínum og umhverfi. Við losnum við kvíðann og fyllumst orku. Ótrúlegt en satt, það eru líka til aðferðir við að koma í veg fyrir að draslið hrannist upp á ný!