Sláandi unglingasaga sem minnir á hve lífið getur verið hverfult. Birna er ný í skólanum og hálfutanveltu og ekki hjálpar heimilislífið, sem er vægast sagt ekki uppbyggilegt. Hún kynnist fyrirmyndarunglingnum Hallgrími sem á samheldna fjölskyldu og hefur allt til alls. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn myndast á milli þeirra sterk vinátta og þau laðast hvort að öðru.