Höfundur: Súsanna Svavarsdóttir

Þegar blaðakonan Ragnhildur fær dagbækur Herdísar föðursystur sinnar í hendur opnast fyrir henni nýr og framandi heimur. Ragnhildur lifir fremur litlausu og hversdagslegu lífi en þegar Herdís er myrt með hrottalegum hætti breytist líf hennar á svipstundu. Hún er skyndilega stödd í heimi þar sem ekkert rúm er fyrir viðtekin gildi samfélagsins, leyndarmál afhjúpast og ástríður krauma. Um leið og Ragnhildur sogast inn í æsispennandi og stórhættulega hringiðu myrkra afla uppgötvar hún nýja og ókannaða hlið á sjálfri sér.