Dætur málarans

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2009 334 2.190 kr.
spinner

Dætur málarans

2.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2009 334 2.190 kr.
spinner

Um bókina

Dag nokkurn berst Maríu og Martin bróður hennar málverk frá ókunnri konu á Englandi. Málverkið er eftir föður þeirra, en hann hvarf að heiman þegar þau voru enn lítil börn. Þau ferðast til Suður-Englands og finna fljótt slóð föður síns.
Um það bil hundrað árum áður ólst Lára upp í enskri sveit með systur sinni og listamanninum föður sínum. Lára líktist honum í lund og listamannseðlið erfði hún. Í uppvextinum mótaðist hún af áhrifum hans og leiðsögn. Dag einn þarf hún að standa á eigin fótum og þá hefst barátta hennar fyrir sjálfstæði.
Anna-Karin Palm haslaði sér völl sem einn efnilegasti rithöfundur Svía með fyrstu bók sinni, Faunen árið 1991 og er nú meðal virtustu höfunda þar í landi. Skáldsagan Dætur málarans (1997) er þekktasta verk hennar. Þar segir hún ýmist sögu Láru eða Maríu, greinir frá uppgjöri þeirra við sjálfa sig og fordómana sem konur hafa búið við kynslóð fram af kynslóð. Hún lýsir leið þeira til þroska og kvenlegs sjálfstæðis og tvinnar örlög þeirra saman á óvæntan hátt. Dætur málarans er spennandi gáta – hrífandi ferðalag um ytri og innri heima – fínlega ofinn stíllinn er mettaður litum og birtu.

Tengdar bækur

4.090 kr.
3.390 kr.
2.690 kr.
4.090 kr.
3.090 kr.
Utangardsborn_1500x1500
990 kr.1.290 kr.
4.090 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
Iceland - Coloring Book - cover
1.290 kr.
4.590 kr.

INNskráning

Nýskráning