Dagbók prinsessu

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2007 1.790 kr.
spinner

Dagbók prinsessu

1.790 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2007 1.790 kr.
spinner

Um bókina

Dagbók prinsessu er skemmtileg saga eftir bandaríska metsöluhöfundinn Meg Cabot. Mia er ósköp venjuleg stelpa sem býr í New York með mömmu sinni. Dag einn fær hún þær óvæntu fréttir að faðir hennar sé prins í Genóvíu – og þá rennur upp fyrir henni að hún hljóti að vera PRINSESSA! Mia verður að fara á námskeið í prinsessufræðum hjá ömmu sinni, drottningunni, sem er ákveðin í að gera sonardóttur sína að alvöru prinsessu. Pabbi hennar þrumar yfir henni þar til hann er orðinn kóngablár í framan en Mia er ekki á því að verða snobbuð prinsessa og –  flytja til Genóvíu – hallóóó, er ekki allt í lagi?!

Dagbók prinsessu er fyrsta bókin í bókaröðinni um Miu Thermopolis, borgarstelpu og prinsessu, en þær eru nú orðnar sex talsins. Bækurnar hafa notið gífurlegra vinsælda og eftir þeim hafar verið gerðar tvær kvikmyndir sem slegið hafa rækilega í gegn um allan heim.

 

„Hmm, látum okkur sjá. Mamma sefur hjá stærðfræðikennaranum mínum, ég er að falla í einu fagi, og já, alveg rétt! Besta vinkona mín hatar mig. Ég er 14 ára og hef aldrei verið með strák, ég er ekki með nein brjóst, og alveg rétt, eitt enn – ég uppgötvaði nýlega að ég er prinsessan af Genóvíu!“

„Bráðskemmtileg bók fyrir ungar stúlkur, skrifuð af miklu fjöri … hressileiki og húmor sem gerir það að verkum að fullorðnar konur hafa sennilega alveg jafngaman af að lesa hana og ungar stúlkur.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Mannlíf

„Þetta er eins og að lesa bréf frá bestu vinkonu sinni.“

ALA Booklist

 

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning