Dansarinn á efri hæðinni

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2003 320 990 kr.
spinner

Dansarinn á efri hæðinni

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2003 320 990 kr.
spinner

Um bókina

Um langt árabil hefur skæruliðaforinginn Ezequiel staðið fyrir tugum grimmilegra morða í Perú, en alltaf gengið yfirvöldum úr greipum. Lögregluforinginn Agustín Rejas er manna þrautseigastur og gefur sig hvergi í langri leit sinni að Ezequiel. Eltingaleikurinn berst frá Borgarstrætum til afskekktra fjallaþorpa og Rejas leggur sig margsinnis í lífshættu. Eina ljósglætan í lífi hans verður danskennari dóttur hans. Hann lætur heillast af henni en það á eftir að reynast báðum örlagaríkt á óvæntan hátt.

Skáldsagan Dansarinn á efri hæðinni er óvenjuleg spennusaga, byggð á sönnum atburðum frá nýliðnum áratug. Höfundurinn bregður upp glöggri mynd af spilltu stjórnmálalífi Suður- Ameríku, en í forgrunni er lifandi fólk sem lætur ekki bugast af fjandsamlegum aðstæðum.

Nicholas Shakespeare er breskur, en ólst upp í Austurlöndum og Suður-Ameríku. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum og verið líkt við bæði John le Carré og Graham Greene. Dansarinn á efri hæðinni er fyrsta bók hans sem kemur út á íslensku. Þess má geta að Nicholas Shakespeare var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2003.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning