Höfundur: Kim Edwards

Dóttir myndasmiðsins eftir verðlaunahöfundinn Kim Edwards fjallar um það þegar langtíma blekking hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar og í kjölfarið sundrar sorgin fjölskyldu smátt og smátt. En vonin býr á öðrum stað þar sem lítil stúlka réð engu um örlög sín en þarf að spjara sig í lífinu á sínum forsendum.

Sumar fjölskyldur eiga sér skelfileg leyndarmál. Leyndarmál sem skapa óhamingju, nísta hjörtu, ásækja sálir, árum og áratugum saman.

Nóttin sem læknirinn David Henry tekur á móti tvíburunum sínum, dreng og stúlku, hefði átt að marka upphafið að ástríku og farsælu fjölskyldulífi. En þess í stað verður hún nótt blekkinga, nótt sem ræður örlögum og á eftir að fylgja fimm manneskjum um ókomin ár.

Drengurinn er heilbrigður en læknirinn sér undireins að stúlkan er með Downsheilkenni. Hann biður hjúkrunarkonu að taka hana með sér en segir konu sinni að hún hafi dáið – ákvörðun sem hann telur sjálfum sér trú um að sé öllum fyrir bestu.

Kim Edwards skrifaði smásagnasafnið The Secrets of a Fire King, sem var tilnefnt til PEN /Hemingway verðlaunanna árið 1998, og hún hefur hlotið bæði Whitingverðlaunin og Nelson Algren verðlaunin. Hún er aðstoðarprófessor í ensku við Kentuckyháskóla.


Heimasíðu bókarinnar má nálgast .

Ólöf Eldjárn þýddi.
Mál og menning gefur út.

„Dóttir myndasmiðsins er falleg skáldsaga sem snertir lesandann í hjartastað þannig að verkjar og Ólöf Eldjárn þýðandi kemur áhrifaríkum boðskapnum vel til skila.“
****
Erla Hlynsdóttir / DV

[Domar]

„Dóttir myndasmiðsins er mjög dramatísk saga... Öndvegisþýðing Ólafar Eldjárn kemur ljóðrænum texta, grimmum örlögum og sálarflækjum persónanna afar vel til skila.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Morgunblaðið

„Tilfinningarík og áhrifamikil örlagasaga.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

„ ... mig langaði að hugsa um fólkið í bókinni milli þess sem ég lagði hana frá mér og beið vísvitandi fram á næsta dag með að lesa áfram .... Þetta er einstaklega falleg bók um stórt og mikið leyndarmál. Þetta er bók um einstaklega fallegt fólk sem tekur misjafnlegar góðar ákvarðanir í lífinu. Þetta er fyrir mig bók sem mig langaði að vera lengi að lesa því mér fannst hún svo góð, mig langaði ekki að segja skilið við fólkið í bókinni, mig langaði ekki að setja kápuna aftur utaná bókina og skilja hana við mig inn í bókaskáp ... Þetta er falleg bók og ég táraðist þegar ég lauk við hana...en þó gleðitárum. ...konfektbók.“
Kolbrún Ósk Skaftadóttir / Eymundsson

„Rík af sálfræðilegri spennu og blæbrigðum mannlegra samskipta.“
Chicago Tribune

„Afar heillandi skáldsaga sem gagntekur lesandann og hrífur hann inn í flókið líf tveggja fjölskyldna og þrúgandi leyndarmálið sem setur mark sitt á þær báðar.“
Sue Monk Kidd, höfundur Leyndardóms býflugnanna

[/Domar]