– Ertu ekkert of gömul fyrir dúkku?
spurði mamma og leit á mig út undan sér.
– Nehei! sagði ég hneyksluð.
– Það eru allar stelpur á mínum aldri vitlausar í svona dúkku.
Þær eru heldur ekkert fyrir litlar stelpur.
– Hvers vegna ekki?
– Þetta eru ekkert venjulegar dúkkur.
Eftir tíu ára afmælið getur Kristín Katla loksins keypt sér dúkkuna sem allar stelpur eru með æði fyrir. Henni er alveg sama þótt Pétur tvíburabróðir hennar geri grín að henni – þetta er dúkka fyrir stórar stelpur. En af hverju finnst honum dúkkan óþægileg? Er hún ekki eins blíð og góð og stelpurnar halda? Dúkka er spennandi saga fyrir lesendur frá átta ára aldri sem fær hárin til að rísa í hnakkanum. Linda Ólafsdóttir myndskreytti.
Gerður Kristný hlaut Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir hryllingssöguna Garðinn og Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu, en hefur einnig hlotið mikið lof og viðurkenningar fyrir skáldskap sinn fyrir fullorðna. Hún fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Blóðhófni.
Nanna Rögnvaldardóttir –
„…æsispennandi saga … Hrollvekjandi bók fyrir yngstu spennufíklana, sem líka fjallar um vináttu, falleg fjölskyldubönd og það að læra að lifa með sorginni.“
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Engin venjuleg barnasaga … einkar vel skrifuð saga með þekkilegum óhugnaði, ekki of hryllileg en þó nóg til að maður fái gæsahúð við lesturinn.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Textinn er reyndar aðall bókarinnar, frábærlega tær og blæbrigðaríkur og ljósárum framar texta flestra bóka sem skrifaðar eru fyrir börn. Fyrir það á Gerður Kristný ómælt hrós skilið.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttatíminn
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Það er ótrúlegt fyrir íslenskan bókamarkað að jafn ritfær höfundur og Gerður Kristný skuli gefa sig að barnabókum.“
Haukur Ingvarsson / Kiljan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Svo vel skrifuð bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan