Dumasarfélagið

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2003 372 990 kr.
spinner

Dumasarfélagið

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2003 372 990 kr.
spinner

Um bókina

Lucas Corso er bókaveiðari, hefur þann starfa að þefa uppi sjaldgæfar bækur og verðmæt handrit fyrir sérvitra safnara. Hann er því kvaddur til þegar upphaflegt handrit að kafla í Skyttunum þremur eftir Alexander Dumas finnst í fórum velmetins bókasafnara sem hefur hengt sig. Fljótlega tekur málið að vinda upp á sig og verða æ furðulegra, einkum þegar persónur úr Skyttunum taka að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum og eltingaleikur hefst við ýmsar gerðir bókar frá miðöldum sem ýmislegt bendir til að sjálfum Kölski hafi haft hönd í bagga með.

Dumasarfélagið er sakamálasaga sem ofin er af óvenju mikilli hugkvæmni og list rétt eins og fyrri bók Pérez-Reverte sem út hefur komið á íslensku, Refskák. Höfundurinn þykir hafa tekið upp merki höfunda á borð við Umberto Eco í bókmenntalegum leik samfara æsispennandi frásögn.

Eftir bókinni gerði Roman Polanski kvikmyndina The Ninth Gate, með Johnny Depp í aðalhlutverki.

Kristinn R. Ólafsson þýddi úr spænsku.

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning