Í Chicago er lögreglukonu rænt um hábjartan dag. Af tilviljun er Jack Reacher á röngum stað á röngum tíma; við hlið hennar. Þau eru handjárnuð saman, fleygt aftur í sendiferðabíl og þannig hefst langt ferðalag þvert yfir Bandaríkin, þrungið spennu, hörku og óvissu þar sem fórnarlömbin hafa ekki hugmynd um af hverju þeim var rænt. Hollý Johnson er hörð af sér, hæfni hennar og styrkur vekja aðdáun Reachers. En kröfur mannræningjanna benda til hversu mikils virði hún er í raun. Í blóðugu kapphlaupi við tímann tekst Reacher á við sína verstu martröð.
Lee Child er spennufíklum um allan heim að góðu kunnur en áður hafa komið út á íslensku sex bækur um harðjaxlinn Jack Reacher.
Jón St. Kristjánsson þýddi.
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Lævís og eldfim, frábær lesning.“
Time Out Magazine
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
****
„Eða deyja ella er mikil spennusaga, þar sem hraðinn ræður ríkjum, hvort sem er í akstri, aftökum, flugi eða öðru. Það er allt að gerast og það fljótt og hratt. Jafnvel of hratt fyrir Jack Reacher … Annars er þýddi textinn liour og eins og með aðrar sögur um Jack Reacher er þetta bók sem lesandinn vill lesa í einum rykk. Þar gildir hraðinn, rétt eins og í sögunni. Menn leggja ekki Jack Reacher svo auðveldlega frá sér.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið