Ný og vönduð útgáfa eddukvæða í tveimur bindum með rækilegum skýringum og yfirgripsmiklum formála. Kvæðin eru 36 að tölu. Eddukvæðin hafa lengi verið talin meðal gersema heimsbókmenntanna. Í þeim birtast skáldlegar sýnir, stórbrotin tilfinningaátök, djúp speki og hárbeitt skop.