Ef ég hefði verið…

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 5.090 kr.
spinner

Ef ég hefði verið…

5.090 kr.

Ef ég hefði verið...
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 5.090 kr.
spinner

Um bókina

Hvað ef minningar okkar um bernskuna væru í raun falskar? Að við ættum ekki í reynd þær minningar sem við teljum okkur eiga? Að líf okkar hefði í raun verið lifað annars staðar, í öðru landi, með öðru fólki?

Í bókinni Ef ég hefði verið … segir Nina Zurier ævisögu sína eins og hún hefði getað verið. Ef Nina hefði ekki alist upp í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, heldur í Reykjavík. Að á unglingsárum sínum hefði hún þvælst um Ísland og tekið þátt í því sem aðrir tóku þátt í á árunum 1950 til 1970, hvort heldur það voru kappreiðar Fáks, vinna við skólagarðana í Laugardal eða fótboltaleikur í Vestmannaeyjum. Hvað ef?

Til að skapa sér nýja ævisögu notar Nina efni frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, tekið af ýmsum ljósmyndurum á Íslandi á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar. Myndirnar lýsa daglegu lífi á Íslandi eftirstríðsáranna og valið byggir á sýn höfundar á hvernig ævi hennar hefði getað verið. Minning hennar, hin falska en þó um leið sanna minning um líf sem hún veit að hún þó lifði aldrei, er sýnd með samspili hinnar upprunalegu myndar og brots úr henni sem sýnir smáatriði úr myndinni sem raunveruleika draumsins.

Úr verður saga í myndum sem í senn er óraunveruleg ævisaga og saga Íslands, svipmynda af horfnum heimi. Bókin er unnin í tengslum við sýningu í Ljósmyndasafn Reykjavíkur sem var opnuð í október 2015.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning