Ég ljúfa vil þér syngja

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2012 265 1.190 kr.
spinner

Ég ljúfa vil þér syngja

1.190 kr.

Ég ljúfa vil syngja þér söngva
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2012 265 1.190 kr.
spinner

Um bókina

Á nöturlegu marskvöldi kemur Verónika, ungur rithöfundur sem víða hefur flækst um heiminn, í lítið sænskt þorp í leit að einveru og kyrrð með það fyrir augum að komast yfir sorg og missi – og til að ljúka við skáldsögu.

Aldraða einsetukonan Astrid, sem aldrei hefur yfirgefið þorpið, fylgist með komu hennar, falin á bak við gluggatjöld heimilisins sem geymir átakanlega fjölskylduleyndardóma og persónulegan harmleik.

Leiðir kvennanna liggja saman og vetur verður að vori. Samtímis tekst með þeim hjartnæm og óvenjuleg vinátta sem breytir lífi beggja. Ég ljúfa vil þér syngja söngva er fyrsta skáldsaga nýsjálensk-sænsku skáldkonunnar Lindu Olsson. Hún hefur hlotið afar góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og komið út í fjölmörgum löndum.

Guðni Kolbeinsson þýddi.

„Sagan er fallega skrifuð … hin ánægjulegasta lesning.”
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

****1/2
„Næm og ljóðræn lýsing á vináttu tveggja kvenna sem báðar bera með sér sára reynslu … eftirminnileg og grípandi saga.“

www.timeless books.com. au

„… Linda Olsson tvinnar saman leyndardóma, þrá og missi í listilegri fléttu …“
New York Times

„Ekki hægt að leggja frá sér, ekki hægt að gleyma.“
Canvas Weekend Herald

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning