Höfundur: Guðni Sigurðsson

Í bókinni Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum er farið yfir íslensku kvikmyndasöguna á óformlegan hátt. Í henni eru fyndnar setningar og frasar sem allir íslendingar ættu að kannast við og fleiri til: Hann veit ekki hvar Sódóma er, Hver á þennan bústað, já eða nei?, Ef ég sé með hattinn fer ég örugglega í stuð, og Icelandic is not that hard to learn, you know like sojasósa, salt, pipar og servíetta.

Allir eiga sína uppáhaldsfrasa! Er þinn í bókinni?

Bókafélagið gefur út.