Þú ert hér://Egla – barnabók

Egla – barnabók

Höfundar: Margrét Laxness, Brynhildur Þórarinsdóttir

Egla segir frá víkingum og bændum, konungum og drottningum, bardögum og einvígjum, göldrum og gersemum.

Hér gerir Brynhildur Þórarinsdóttir sögu þessa þekkta Íslendings aðgengilega fyrir börn og unglinga í spennandi endursögn og með fjölmörgum fróðleiksmolum.

Bókina prýða glæsilegar myndir Margrétar E. Laxness auk tuga ljósmynda og listaverka.

Brynhildur hefur skrifað m.a. barnabækurnar Lúsastríðið (2002), Njálu (2002) og Laxdælu (2006) sem eru endurritanir á samnefndum sögum einnig með myndskreytingum Margrétar Laxness.

Fyrir Eglu, Laxdælu og Njálu hlaut Brynhildur Norrænu barnabókaverðlaunin 2007. Hafa Brynhildur Þórarinsdóttir og Margrét E. Laxness gert þessi þrjú höfuðverk Íslendingasagna aðgengileg börnum og unglingum og aukið með því áhuga þeirra á Íslendingasögunum. Bækurnar gefa ungum lesendum innsýn í fornsagnaheim þar sem mannlífið iðar af skemmtilegum frásögnumog hetjur ríða um héruð.

Á vefnum  er fræðsluvefur um miðaldarbókmenntir fyrir krakka og kennara.  Þar má nálgast ýmis verkefni og frekari fróðleik um Eglu, og kennsluleiðbeiningar má nálgast á kennarasvæði Forlagsins.

Verð 2.175 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja - 2004 Verð 2.175 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

Eftir sömu höfunda