Höfundur: Gylfi Gröndal

Í nærgöngulli og einlægri bók sýnir skáldið okkur í hugsa sinn, hann ferðast með okkur á vit drauma, óska, vona og tilfinninga; hann veltir fyrir sér lífi sínu andspænis dauðanum sem sífellt færist nær; hann þráteflir skák gleði og sorgar í ljóðum þar sem á furðulegan hátt fara saman dauðageigur og sigurvissa. Bók Gylfa Gröndal Eitt vor enn? er nautn þeim sem unna fegurð lífsins og skáldskaparins.