Eva og Ari Sveinn komast óvænt yfir tösku sem skuggalegir náungar á flótta undan lögreglu henda út um bílglugga. Óhætt er að segja að innihaldið komi þeim á óvart. Og hvað gera hugmyndaríkir krakkar við svona tösku? Eva og Ari Sveinn taka til sinna ráða og koma af stað óborganlegri atburðarás.

Ekkert að þakka er fyrsta bókin í fjörugum þríleik eftir Guðrúnu Helgadóttur en hinar eru Ekkert að marka og Aldrei að vita.