Höfundur: Ebba Guðný

Þættirnir „Eldað með Ebbu“ hafa slegið rækilega í gegn á RÚV og glatt og hvatt unga jafnt sem aldna. Í þessari bók má finna allar uppskriftirnar úr annarri þáttaröð sem og sérstökum jólaþætti, einfaldar og ljúffengar ásamt vel völdum heilræðum frá Ebbu sjálfri. Öll fjölskyldan getur sameinast í eldhúsinu með þessa bók að vopni.

Ebba er kennari að mennt, en síðan árið 2006 hefur hún starfað sem fyrirlesari um heilsusamlegt mataræði fyrir börn og fjölskylduna. Árið 2007 gaf hún út bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?. Sú bók var einnig gefin út erlendis (What should I feed my baby?). Þar að auki skrifaði Ebba bókina Eldað með Ebbu í Latabæ.