Höfundur: Rosie Walsh

Sara og Eddie eru ástfangin. Þau eiga saman sjö yndislega daga og hún bíður þess með eftirvæntingu að hann snúi aftur úr ferðalaginu svo þau geti hafið framtíð sína saman.

En Eddie hringir ekki og hann svarar ekki skilaboðunum frá henni. Vinkona Söru vill að hún hætti að hugsa um hann, en hún getur það ekki og eftir því sem dagarnir verða að vikum verður hún sífellt hræddari um eigin geðheilsu.

En það er ástæða fyrir því að Eddie svarar ekki og þessi ástæða er það eina sem þau töluðu ekki um í hita leiksins.

Sannleikann,.