Engin spor

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Geisladiskur 2008 Mp3 990 kr.
Hljóðbók - streymi 2018 App 1.290 kr. Setja í körfu

Engin spor

990 kr.1.290 kr.

Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Geisladiskur 2008 Mp3 990 kr.
Hljóðbók - streymi 2018 App 1.290 kr. Setja í körfu

Um bókina

Frumleg og vel smíðuð sakamálasaga sem var tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, árið 2001.

Jacob Kieler yngri, sagnfræðingur og bankamaður af virðulegri ætt, finnst látinn í gömlu húsi í Reykjavík árið 1973. Hann hefur verið skotinn í brjóstið. Rannsókn leiðir í ljós að faðir hins látna, Jacob Kieler eldri, járnbrautarverkfræðingur, var skotinn í sömu stofu og með sömu byssu árið 1945 – án þess að tækist að upplýsa morðið. Dagbækur hans koma í leitirnar og þar birtist á síðunum maður sem á sér þá hugsjón heitasta að leggja járnbrautir á Íslandi og virðist tilbúinn að fórna öllu til að svo megi verða …

Aðrar bækur Viktors Arnars eru meðal annars Flateyjargáta, sem hlaut tilnefningu til sömu verðlauna árið 2004, og Afturelding, sem íslensku sjónvarpsþættirnir Mannaveiðar voru byggðir á.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 11 klukkustundir að lengd. Viðar Eggertsson og Róbert Arnfinnsson leikarar lesa.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning