Höfundar: Christopher Paolini, Guðni Kolbeinsson þýddi

Fyrir ekki svo löngu var Eragon aðeins fátækur sveitastrákur og drekinn hans einungis lítill, blár steinn í skóginum. Nú er hann skuggabani og drekariddari og örlög alls Veldisins hvíla á herðum þeirra Safíru. Áralöng þjálfun og fjöldi bardaga hafa fært sigra og vonir en einnig bitra ósigra og missi. Enn eiga þau lokaorrustuna fyrir höndum – gegn Galbatorix konungi – og þá dugir ekkert nema sigur.

Eragon og Safíra hafa afrekað miklu meira en nokkur bjóst við af þeim en geta þau sigrað hinn illa konung og endurreist réttlátt samfélag í Alagesíu? Og hvað mun slíkur sigur kosta?

Christopher Paolini var á unglingsaldri þegar hann skrifaði fyrstu bókina um Eragon og var tvítugur orðinn metsöluhöfundur um allan heim. Í Arfleifðinni leiðir hann magnaðan sagnaflokk sinn til lykta og aðdáendur fyrri bókanna, Eragons, Öldungsins og Brísings, verða ekki fyrir vonbrigðum.

Guðni Kolbeinsson þýddi.