Eyrbyggja saga – efni og höfundareinkenni

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 400 4.990 kr.
spinner

Eyrbyggja saga – efni og höfundareinkenni

4.990 kr.

Eyrbyggja saga
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 400 4.990 kr.
spinner

Um bókina

Bókin fjallar um efni og höfundareinkenni í Eyrbyggja sögu, en sagan segir frá Snorra goða Þorgrímssyni sem var einn af helstu höfðingjum á söguöld (930–1030). Þáttakennd bygging sögunnar hefur vakið spurningar um merkingu hennar og tilgang. Hér er leitast við að greina efni sögunnar með hliðsjón af þessari byggingu.

Eyrbyggjuhöfundur sýnir samfélagsháttum á söguöld mikinn áhuga og leitast við að fjalla um valdaferil Snorra goða í hugmyndafræðilegu ljósi. Hann leggur áherslu á að draga upp mynd af breytingum sem verða á valdabaráttu og valdauppbyggingu í samfélaginu á þeim tímamótum þegar söguöld er að renna sitt skeið. Þessi lýsing minnir á þær breytingar sem verða á samfélagsskipan í samtíma höfundarins á 13. öld. Í tengslum við þetta efni er m.a. sú kenning styrkt að fyrirmynd Snorra goða hafi verið Snorri Sturluson.

Sturla Þórðarson (1214–1284) hefur lengi verið talinn líklegur höfundur Eyrbyggju. Hér er m.a. gerð rannsókn á orðaforða höfundar þegar hann skrifar um deilur. Niðurstaðan er sú að í sögunni og sagnaritum Sturlu komi fyrir mörg dæmi um sama orðfæri þegar skrifað er um deilur, en einnig þegar sömu eða svipaðar aðstæður koma upp í deiluferlinu. Það er því magt líkt með frásagnarhætti og stíl Eyrbyggju og sagnaritun Sturlu. Þessi niðurstaða styður þá hugmynd að Sturla hafi ritað söguna.

Önnur mikilvæg niðurstaða er að orðfæri í Grettis sögu er oft það sama og í Eyrbyggju og sagnaritun Sturlu, en Sturla hefur einnig verið talinn líklegur höfundur Grettis sögu eða hluta hennar.

Tengdar bækur

5.890 kr.
5.990 kr.
Klippa-heima
1.790 kr.
5.390 kr.
4.590 kr.
litil-biblia
3.790 kr.
4.090 kr.
4.090 kr.
sao paulo
4.490 kr.7.290 kr.
4.390 kr.

INNskráning

Nýskráning