Ráðleggingar um heilnæmt mataræði hafa lengi einkennst af efasemdum um hollustu fitu í matvælum. Margir hafa því sneitt hjá henni en hafa hvorki orðið heilbrigðari né grennri. Hér mælir höfundurinn sérstaklega með ákveðnu mataræði sem hefur loksins aftur fengið uppreisn æru eftir að hafa dvalið í skugga fituhræðslunnar.

Sólveig losnaði við 168 kíló. Kennet gat hætt að nota tíu lyf af tólf sem hann hafði þurft að taka daglega. Barn sem þjáðist af alvarlegri flogaveiki hætti að fá köst. Tilfellum sem þessum fjölgar jafnt og þétt.