Höfundur: Ágúst Einarsson

Í bókinni Fagur fiskur í sjó – Íslenskur sjávarútvegur handa skólum og almenningi eftir Ágúst Einarsson prófessor er fjallað um sjávarútveg frá fjölmörgum sjónarhornum. Bókin hentar
vel fyrir framhaldsskóla og áhugafólk um sjávarútveg.

Sjávarútvegur hefur staðið undir mikilli breytingu lífskjara hér á landi í rúma öld og getið af sér margar stoð- og þjónustugreinar. Niðurstöður bókarinnar eru meðal annarra eftirfarandi:

  • Framlag sjávarútvegs og tengdra greina til landsframleiðslu er um 20% og gerir það sjávarútveg að einni mikilvægustu atvinnugrein hérlendis.
  • Afköst hafa aukist mikið í sjávarútvegi síðustu rúm 30 ár.
  • Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað mikil verðmæti.
  • Það er réttnefni hér á landi að kalla 20. öldina öld sjávarútvegsins.

Víða er leitað fanga og er bókin ríkulega skreytt ljósmyndum og skýringarmyndum. Útgefandi bókarinnar er Háskólinn á Bifröst í samstarfi við Úu útgáfuþjónustu.

Dr. Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í íslensku samfélagi og var meðal annars alþingismaður og prófessor við Háskóla Íslands og hefur setið í fjölmörgum stjórnum og ráðum. Ágúst hefur skrifað fjölda bóka og greina.