Höfundar: Ásgeir Berg Matthíasson, Siggeir F. Ævarsson, Bjarneyju Hinriksdóttir, José Vásquez

Fánýtur þjóðlegur fróðleikur er bókin sem landsmenn hefur vantað upp í rúm á kvöldin. Og í sumarbústaðinn. Og í ferðalagið. Og bara hvar sem er.

Þetta er bók sem kætir og hressir. Hér er kominn vænn skammtur staðreynda af því tagi sem þér datt aldrei í hug að þig langaði að þekkja – en munt síðan aldrei framar vilja vera án.

Þeir Ásgeir Berg og Siggeir hafa leitað fanga á öllum sviðum íslensks samfélags og afraksturinn er þessi frábærlega skemmtilega bók prýdd leiftrandi fjörugum teikningum eftir Bjarneyju Hinriksdóttir og José Vásquez.