Þú ert hér://Fegurð er sár

Fegurð er sár

Höfundur: Eka Kumiawan

„Ekki er til ömurlegri bölvun en að fæða fallegt meybarn í veröld karla sem eru illskeyttir sem lóðahundar.“

Vændiskonan fagra, Dewi Ayu, rís upp eftir tuttugu og eitt ár í gröfinni til að hefna fyrir hörmungarnar sem dætur hennar og afkomendur hafa mátt þola; sifjaspell, morð, ofbeldi, nauðgun, geðveiki. Fegurð er sár sameinar fjölskylduharmleik, þjóðsögur, sögulegar staðreyndir og rómantík í þétt ofinni frásögn úr framandi umhverfi sem tekur á sig blæ töfraraunsæis.

Jafnhliða ógleymanlegum sögum af fegurð og grimmd rekur indónesíski rithöfundurinn Eka Kurniawan örlög þjóðar sinnar og baráttu við nýlenduherra, hernámslið, einræðisherra og spillingu. Fegurð er sár hefur vakið heimsathygli og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal Publishers Weekly Best Books 2015 og World Readers’ Award 2016.

Ólöf Pétursdóttir þýddi.

 

Frá 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja4542017 Verð 3.490 kr.
Rafbók-2017 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

6 umsagnir um Fegurð er sár

 1. Árni Þór

  „Átakanleg en athyglisverð.“
  Steingerður Steinsdóttir / Vikan

 2. Árni Þór

  „Ógleymanleg.“
  Publishers Weekly

 3. Árni Þór

  „Áhrifamikil, afar vel heppnuð bók.“
  The New York Times

 4. Árni Þór

  „Ótrúleg margradda frásögn, ögrandi, grótesk, spannar allt frá heimssögulegum atburðum til flökkusagna.“
  Brooklyn Magazine

 5. Árni Þór

  „Bókmenntalegt afsprengi Günthers Grass, Gabriels Garcia Márquez og Salmans Rushdie.“
  New York Review of Books

 6. Árni Þór

  „Um þessa fágætlega vel skrifuðu skáldsögu á ég bara eitt orð: Hrífandi.“
  Sjón

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *