Þú ert hér://Ferðamál á Íslandi

Ferðamál á Íslandi

Höfundar: Gunnar Þór Jóhannesson, Edward Hákon Huijbens

Ferðamál á Íslandi er fyrsta rit sinnar tegundar á íslensku; heildstætt grundvallarrit sem tekur á ferðamálum í víðu samhengi. Bókinni er skipt í þrjá meginhluta sem hver um sig endurspeglar einstök áhersluatriði sjálfbærrar þróunar; efnahag, umhverfi og samfélag.

Í hluta I er farið yfir ferðamál í tengslum við hagkerfi, skipulag og stjórnsýslu. Í hluta II er ferðamálum og málefnum umhverfisins gerð skil og í hluta III er fjallað um ferðamál og samfélag og hvernig íslensk samtímamenning tvinnast saman við ferðamál. Ferðamál á Íslandi er ætluð þeim sem hyggja á nám í ferðamálafræði á háskólastigi og eru að mennta sig í ólíkum greinum ferðaþjónustu á ýmsum skólastigum en jafnframt þeim sem hafa atvinnu af ferðaþjónustu og vilja sjá störf sín og daglegar athafnir í stærra samhengi.

Höfundarnir, Edward Hákon Huijbens, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála, og Gunnar Þór Jóhannesson, lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, hafa báðir sinnt rannsóknum á ferðamálum um árabil.

Verð 5.390 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 323 2013 Verð 5.390 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

Eftir sömu höfunda