Höfundur: Pálmi Ingólfsson

Bók þessi segir frá ferð til Sovétríkjanna árið 1981. Lagt var upp frá Osló og farið til Stokkhólms með járnbrautarlest og síðan ferju til Helsinki í Finnlandi.

Þaðan var farið með lest til Leníngrad (nú St. Pétursborg), sömu leið og Lenín fór fyrir 100 árum, þegar hann kom til borgarinnar til að skipuleggja byltingu bolsévika.

Eftir dvöl í Leníngrad var haldið með næturlest til Moskvu og borgin skoðuð í nokkra daga. Síðan var farið til bara með næturlest til Leníngrad. Loks var farið með lest til Helsinki.

Í bókinni er lýst hvernig lífið í Sovétríkjunum kom ferðalöngum fyrir sjónir. Þetta er lýsing á veröld sem nú er horfin.