Fjölmiðlar 2005

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2006 351 2.090 kr.
spinner

Fjölmiðlar 2005

2.090 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2006 351 2.090 kr.
spinner

Um bókina

Áhrif fjölmiðla eru mikil, en lengst af hafa þeir búið við lítið sem ekkert faglegt aðhald. Á þessu varð markverð breyting í upphafi árs 2004 þegar Ólafur Teitur Guðnason hóf að skrifa vikulega fjölmiðlapistla í Viðskiptablaðið. Pistlar Ólafs eru snarpir og beinskeyttir og hafa vakið mikla athygli, enda hefur höfundurinn verið óhræddur við að taka kollega sína á beinið. Í fyrra kom út bókin Fjölmiðlar 2004 þar sem öllum fjölmiðlapistlum Ólafs Teits árið 2004 var safnað saman. Svo mjög fór gagnrýni Ólafs Teits fyrir brjóstið á íslenskri blaðamannastétt að enginn ritdómur birtist um bókina í hinum hefðbundnu fjölmiðlum. Fjölmiðlapistlar Ólafs koma nú út á bók annað árið í röð. Bókin Fjölmiðlar 2005 geymir alla fjölmiðlapistla Ólafs Teits árið 2005 og er óhætt að segja að hún bregði upp einstakri mynd af blaðamennsku á Íslandi á viðburðaríku ári. Í bókinni eru rakin ítarlega fjölmörg dæmi um undarleg, hæpin, vafasöm og ámælisverð vinnubrögð fréttamanna.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning