Höfundur: Huginn Þór Grétarsson

Gamansöm bók þar sem hversdagsleikinn er kryddaður með fjörugu ímyndunarafli. Dýr eru í miklu uppáhaldi hjá aðalpersónu bókarinnar og þeim bregður fyrir á hinum ólíklegustu stöðum. Til að mynda er broddgöltur uppi í rúmi þegar hann fer á fætur og hestur felur sig inni í fataskápnum.