Þú ert hér://Fleiri smábarnabækur

Fleiri smábarnabækur


Hér koma fjórtán í viðbót af þessum geysivinsælu bókum fyrir smáfólkið, í lestri Guðjóns Sigvaldasonar leikara, allar á einum geisladiski.

Hér mætast kynslóðirnar, því sumar þessara bóka voru á sínum tíma lesnar fyrir þá sem nú eru að ala upp börn. Afbragðsgóðar þýðingar fjögurra þýðenda láta vel í eyrum ungra sem aldraðra og má vel njóta þess að hlusta á þær aftur – og aftur – og stytta yngstu kynslóðinni stundir á uppbyggilegan hátt.

Sögurnar fjórtán eru:
Kálfurinn sem kunni ekki að baula, Birnirnir þrír, Þegar Kolur verður stór, Tinna byggir kastala, Skoppa, Nýja rúmið hans Tóta, Litlu dýrin á bænum, Úlfurinn og sjö kiðlingar, Láki, Dýrin á bænum, Gettu hver ég er, Tralli, Bláa kannan og Draumalandið

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Guðjón Sigvaldason les.

Verð 1.090 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Hljóðbók CD 2005 Verð 1.090 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /