Höfundur: Natalie Babbitt

Þessi saga kom út í Bandaríkjunum árið 1975 og hefur síðan unnið hug og hjarta allra þeirra sem hafa lesið hana, hver sem aldurshópurinn er. Bókin er allt í senn, spennandi, hugljúf, áleitin og sorgleg. Stíll Babbitts, kliðmjúkur og myndríkur, nýtur sín til fullnustu í þýðingu Gyrðis Elíassonar.