Þú ert hér://Forðist okkur

Forðist okkur

Höfundur: Hugleikur Dagsson

Í myndum sínum og sögum tekst Hugleiki á skondinn og áhrifamikinn hátt að beina sjónum okkar að margskonar meinsemdum í samskiptum fólks, brengluðu gildismati, brengluðu siðferði og hættulegum siðferðislegum doða og afskiptaleysi. Sögur hans eru eins og ljósmyndir úr lífi fólks og hann lætur okkur eftir að fylla upp í götin.

[Ítarefni]

Laugardaginn 24. september kl. 16:00 verður útgáfuhóf í andyri Borgareikhússins í tilefni af útkomu bókarinnar Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson sem JPV útgáfa gefur út. Nemendaleikhúsið mun í samvinnu við leikhópinn CommonNonsense frumsýna samnefnt verk á litla sviði Borgarleikhússins fimmtudaginn 29. september.

Hugleikur mun einnig opna sýningu á á teikningum úr væntanlegri bók sinni, Bjargið okkur í andyri Borgarleikhússins á laugardaginn.

Boðið verður upp á léttar veitingar í andyri Borgarleikhússins við opnun sýningarinnar og leikverkið Forðist okkur verður kynnt sem er byggt á teiknimyndasögum Hugleiks, í leikstjórn Stefáns Jónssonar og Ólafar Ingólfsdóttur.

[itarefni]

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda - 2005 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

Eftir sama höfund