För Lewis
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 524 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 524 | 990 kr. |
Um bókina
För Lewis er saga öflugrar fjöldahreyfingar sem borin var uppi af konum sem fundu lífi sínu tilgang og merkingu á mögnuðum samkomum þar sem þær komust í algleymisástand fjarri fjátækt, barnanauð og eymd hversdagsins. Leiðtogi hreyfingarinnar, Lewi Petrus, heillaði þessar konur með kennimennsku sinni og einlægri trú sem snerist ekki síst um að byggja upp réttlátt samfélag í Svíþjóð þar sem samábyrgð og náungakærleikur væru lífsgildin.
Hugsjónamaðurinn Lewi Petrus, stofnandi og leiðtogi sænsku hvítasunnuhreyfingarinnar, bar hana uppi á viðkvæmum tímum millistríðsáranna þegar sterkir leiðtogar voru settir á stall og stóra sannleika veifað á ýmsum vígstöðvum. En kvennamaðurinn og nautnaseggurinn Sven Lidman ætlaði sér einnig stóra hluti í hvítasunnuhreyfingunni, sem átti sterk ítök í sænsku þjóðlífi, en óvíst hvort hún rúmaði þá báða.
Per Olov Enquist er einn þekktasti rithöfundur Norðurlanda. Í För Lewis spinnur hann marga þræði í magnaðri sögu um átök, völd og áhrif sem byggir á sannsögulegum atburðum og persónum.