Höfundur: Steinunn A. Stefánsdóttir

Skringileg er gleði mín
yfir þunnri húð og rýrnandi vöðvum.
Dularfull er gleði mín
þessi.

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir er tónlistar­kona og skáld. Ljóð sín og lög hefur hún víða flutt og birti þau fyrst á prenti í bókmennta­tímaritinu Stínu.

FUGL/BLUPL er önnur ljóðabók Steinunnar sem 2016 sendi frá sér bókina USS.