Þú ert hér://Fyrirvari

Fyrirvari

Höfundur: Renée Knight

Öll líkindi við fólk, lífs eða liðið, eru einber tilviljun ... eða ekki? Hvernig liði þér ef spennutryllirinn sem þú værir að lesa fjallaði um ... þig?

Ólýsanleg örvænting grípur Catherine þegar hún áttar sig á að atburðir sem hún hefur kvalist yfir og haldið leyndum í tuttugu ár eru orðnir að sögu í bók. Hver getur mögulega hafa skrifað hana? Enginn lifandi maður á að þekkja leyndarmál hennar ...

Fyrirvari er taugatrekkjandi spennusaga um líf sem lagt er í rúst og hefnd sem engu eirir, um rangar ákvarðanir og misgerðir sem enginn getur réttlætt. Fortíðin verður ekki aftur tekin.

Guðni Kolbeinsson þýddi.

„Afar spennandi og endirinn mjög svo óvæntur.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

? ? ? ? ?
„Fyrsta skáldsaga Renée Knight er byggð á eitursnjallri hugmynd.“
Daily Express

„... alveg einstök bók … sérlega snjöll og óvænt flétta, svo frábærlega úthugsuð að lesandinn veit ekki sitt rjúkandi ráð.“
New York Times

„Sterkt andrúmsloft og óvænt atburðarás … sálfræðileg spennusaga sem rígheldur.“
Kirkus Reviews

„Þessi hrollvekjandi saga um sekt og sorg stefnir hraðbyri að algerlega óvæntum endalokum …“
Publishers Weekly

„Saga sem ekki er hægt að leggja frá sér …“
Sunday Times

Frá 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja3362016 Verð 3.490 kr.
Rafbók-2016 Verð 490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /