Þú ert hér://Gæska

Gæska

Höfundur: Eiríkur Örn Norðdahl

Íhaldsþingmaðurinn Halldór Garðar vaknar og veröldin er allt önnur en þegar hann lagðist til svefns: Það skíðlogar í Esjunni og reykjarmökkinn leggur yfir Reykjavík. Austurvöllur er þéttskipaður mótmælendum hvernig sem lögreglan spúlar þeim burt. Skæðir sandstormar geisa. Konur hrapa ofan af byggingum og fletjast út á gangstéttarhellum. Ástandið fær svo á Halldór að hann læsir sig inni og skrópar í þinginu. En þegar ung marokkósk stúlka biður hann um að hjálpa sér að leysa foreldra sína úr klóm íslensku ríkisstjórnarinnar öðlast líf hans áður óþekktan tilgang.

Gæska er ótrúlega hugmyndarík og fyndin skáldsaga um allt sem skorti á Íslandi síðustu ár: Jafnrétti, bræðralag og meðalhóf – og allt hitt sem nóg var af: Græðgi, heimsku og fordóma. Ímyndunarafli Eiríks Arnar Norðdahl halda engin bönd og hér nýtur stílgáfa hans sín til fullnustu.

Verð 2.065 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 272 2009 Verð 2.065 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

4 umsagnir um Gæska

 1. Kristrun Hauksdottir

  „… áleitin bók og ferskur andblær í allri þeirri íslensku listsköpun sem nú sækir andagift sína í hrunið alræmda … fjörug og kröftug þeysireið … athyglisvert listaverk sem færir umræðuna og hugmyndaheim íslensku kreppunnar upp á æðra stig og verður vonandi uppspretta frjórrar umræðu um kreppur í víðara samhengi.“
  Sigurður Ólafsson / bokmenntir.is

 2. Kristrun Hauksdottir


  „[Eiríkur Örn er] fádæma stílisti… Stíllinn á Gæsku er bæði fjölbreyttari og þróttmeiri en á fyrri skáldsögum Eiríks, hann leyfir sér meira, bæði flóknari stíl og meiri hasar og læti í lýsingum og atburðum.“
  Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið

 3. Kristrun Hauksdottir


  „Farsakennd ólíkindalæti kitla hláturtaugarnar í stórskemmtilegri skáldsögu … Höfundur Gæsku er feikna stílisti sem þrátt fyrir látlausan flaum orða hefur hárbeittan, írónískan tón og gott vald á framvindunni og persónum sínum. … Það er klisja að segja að ekkert sé höfundi heilagt. … Trúlegt er að með Gæsku greini höfundur ástandið best af þeim sem hafa skrifað bækur um það sem er að gerast hjá okkar ringluðu þjóð; að minnsta kosti er hann fyndinn og beittur í gegn. “
  Hrund Ólafsdóttir / Morgunblaðið

 4. Kristrun Hauksdottir

  „…ein áhugaverðasta skáldsaga síðasta árs, verk sem slær nýjan og ferskan tón í uppgjörsbókmenntaflórunni, með þeim tilþrifum sem þarf til að verkið sligist ekki undan þunga hins aðkallandi sögulega veruleika sem liggur til grundvallar; með þessari skáldsögu eygjum við útlínur þess uppgjörs sem skáldskapurinn er fær um að veita í stríðinu við samtímann.“
  Björn Þór Vilhjálmsson / TMM 1 2010

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund